Hvað er markþjálfun?

Hvað er markþjálfun?

Í grunnin felst markþjálfun í því að hjálpa einstaklingum að finna sjálfir svör við sýnum áskorunum. Ferlið byggir meðal annars á því að spyrja kraftmikilla spurninga sem fær einstaklinginn til að koma auga á tækifæri, skilgreina væntingar, ná tökum á breytingum og þeim árangri sem stefnt er að.


Markþjálfun er mjög valdeflandi ferli og því árangursríkt og skilvirkt en til að svo sé þarf einstaklingurinn að vilja og vera tilbúinn að gera þær breytingar sem þarf til að ná árangri. Markþjálfun flýtir fyrir ferli breytinga og að ná settu markmiði sem getur verið persónuleg þróun eða vöxtur, betri frammistaða og árangur eða hvað eina sem marksæki vill ná fram.

Markmið markþjálfunar er að breyta hegðun, auka árangur og skilvirkni þar sem markmið og leiðir að þeim verða marksækja ljósar. Þessi þjálfun hefur reynst einstaklingum árangursrík til að fá skýra sýn á þá stefnu sem þeir vilja setja sér í lífi og starfi og setja sér raunhæf markmið í framhaldi.


Markþjálfun getur reynst sumum mjög krefjandi sér í lagi ef þeir upplifa að þeirra persónulegu viðhorfum sé ögrað en það getur vakið upp margvíslegar tifinningar. Flestir upplifa þó að ferli loknu aukna gleði, aukinn kraft og árangur.

Markþjálfun getur nýst þér vel ef þú vilt:

  • bæta þig og árangur þinn
  • fá skýrari framtíðarsýn
  • setja þér stefnu og markmið og forgangsraða
  • aðstoð við að takast á við breytingar
  • yfirstíga hindranir
  • fá aukið jafnvægi milli vinnu og einkalífs
  • efla sjálfsvitund
  • efla sjálfstraust
  • fá aukna lífsleikni

Hæfniþættir ICF

Hér að neðan má sjá þá hæfniþætti sem ICF gerir kröfur til að starfandi markþjálfar innan þeirra raða vinni eftir í sínu starfi.

 

  1. Siðferðilegar og faglegar kröfur
  2. Samningur um markþjálfun
  3. Traust og nálægð við viðskiptavininn
  4. Markþjálfunarviðvera
  5. Virk hlustun
  6. Kröftugar spurningar
  7. Bein tjáskipti
  8. Vitundarsköpun
  9. Mótun aðgerða
  10. Skipulagning og markmiðasetning
  11. Stjórnun framgangs og ábyrgðar

Annað sem gott er að vita

Gerður er samningur milli aðila um markþjálfunina en viðfangsefnin geta verið af ýmsum toga en þau eru ákveðin af marksækja. Markþjálfi stýrir aftur á móti ferlinu. Unnið er út frá stöðunni í dag (nútíð) og þeim markmiðum sem marksæki vill ná í komandi framtíð. Ekki er unnið með þær hindranir eða vandamál sem geta legið í fortíð út frá þeirri aðferðafræði sem ICF kennir. Önnur verkfæri eru betur til þess fallin að vinna úr hindrunum og vandamálum eins og NLP markþjálfun, Klínísk Dáleiðsla, H-EMDR meðferð og REBT sem Éxito hefur einnig í sinni verkfærakistu.

Skráðu þig á póstlistann fyrir áhugaverðar fréttir og tilboð