Fyrirtækjaþjónusta
Þjónusta við stjórnendur
Éxito kemur að verkefnum til lengri eða skemmri tíma, tekur að sér einstök verk eða vinnur við hlið stjórnenda við að leysa þau verkefni eða áskoranir sem fyrirtækið stendur frammi fyrir. Þjónusta við stjórnendur er með áherslu á skipulag, umbætur, innleiðingu breytinga, vottanir og gæði.
Efling mannauðsins
Stjórnenda- og leiðtogamarkþjálfun til að efla mannauðinn. Hér er unnið með stjórnendum og starfsmönnum að því að takast á við og leysa áskoranir, tryggja áframhaldandi framgang og nýta til þess ofangreind verkfæri við eflingu mannauðs. Þegar við á er beitt aðferðum eins og klínískri dáleiðslu, H-EMDR og REBT.
Af hverju velja Éxito?
Exito getur hjálpað til á breiðu sviði mannauðsmála, gæða- og þjónustustjórnunar sem og stjórnenda- og einstaklingsmarkþjálfunar. Guðbjörg Erlendsdóttir, eigandi Éxito, býr yfir áralangri og yfirgripsmikilli reynslu á þessum sviðum auk víðtækrar menntunar. Öll þau verkefni sem Guðbjörg og Éxito hafa komið að hafa leitt af sér skýra verkferla, faglegra starf og sterkari liðsheild í krefjandi umhverfi.