Discover your
hidden potential
Við losum um byrðar, léttum lífið og gerum það bjartara
Éxito er ráðgjafafyrirtæki sem býður upp á stjórnunar og mannauðslausnir, markþjálfun, klíníska dáleiðslu, H-EMDR og REBT vinnu. Fyrirtækið starfar annars vegar á fyrirtækjamarkaði með áherslu á stjórnun og mannauðslausnir og hins vegar með einstaklingum sem standa frammi fyrir ýmsum áskorunum í lífinu og hjálpum þeim til að ná auknum árangri, vexti og vellíðan.
Fyrirtæki og stofnanir
Éxito veitir ráðgjöf á breiðum grundvelli. Annars vegar er um að ræða þjónustu við stjórnendur með áherslu á skipulag, umbætur, innleiðingu breytinga, vottanir og gæði og hins vegar stjórnenda- og leiðtogamarkþjálfun með hjálp faglegra aðferða til að efla mannauðinn. Lögð er áhersla á vandaða þjónustu á sviði stjórnunar og mannauðslausna og býður Éxito jafnframt upp á mannauðsstjóra og fræðslustjóra að láni þegar þörf krefur.
Einstaklingar
Viltu gera breytingar í lífi eða starfi og stefna á nýjar brautir? Guðbjörg Erlendsdóttir hjálpar einstaklingum að finna út hvað það er sem hindrar framgang þeirra. Hún ræðst að rótinni og hjálpar fólki að breyta hegðun, losa tilfinningalega vanlíðan sem er afleiðing truflandi lífsreynslu og fá skýrari sýn á þá stefnu sem það vill setja sér í lífi og starfi. Mismunandi er eftir einstaklingum hvaða aðferðum er beitt en Guðbjörg notast við markþjálfun, klíníska dáleiðslu og H-EMDR.