Markþjálfun

Stendur þú frammi fyrir áskorun?

Viltu gera breytingar í þínu lífi eða starfi og stefna á nýjar brautir? Markþjálfun gæti verið lykillinn að breytingum til árangurs.
Markmið markþjálfunar er að breyta hegðun, auka árangur og skilvirkni þar sem markmið og leiðir að þeim verða þér ljósar. Þessi þjálfun hefur reynst einstaklingum árangursrík til að fá skýra sýn á þá stefnu sem þeir vilja setja sér í lífi og starfi og setja sér raunhæf markmið í framhaldi.
Þjálfunin sem Éxito veitir er einstaklingsþjálfun.
alt=""

Markþjálfun getur nýst þér þegar þú vilt:

 • Bæta þig og árangur þinn
 • Fá skýrari framtíðarsýn
 • Setja þér stefnu og markmið og forgangsraða
 • Aðstoð við að takast á við breytingar
 • Yfirstíga hindranir
 • Fá aukið jafnvægi milli vinnu og einkalífs
 • Efla sjálfsvitund
 • Efla sjálfstraust
 • Fá aukna lífsleikni

Markþjálfun – styttri útgáfa

Hér bókar þú tíma í markþjálfun

Á netinu og í eigin persónu

Markþjálfun er jafn árangursrík þegar hún er framkvæmd á netinu eins og í eigin persónu.

Tímarnir sem eru í boði eru:

 • Á netinu (í gegnum Zoom eða Teams)
 • Ármúla 23, 108 Rvk

Ef þú vilt bóka tíma skaltu fylla út eyðublaðið sem þú finnur hér að neðan.

Markþjálfunartímar

Hvert skipti er ein klst og kostar klukkutíminn 20.000,- með VSK ef haldið á netinu en 25.000,- með VSK ef tíminn fer fram í Ármúla 23.

Allt um þig

Bókunarbeiðni

Þegar þú hefur fyllt út þetta eyðublað á netinu mun ég hafa samband við þig til að skipuleggja tímana þína.

Alla jafna er um 1-10 skipti að ræða og ef fleiri en eitt skipti er valið þá er vika á milli skipta með endurskoðun í lok hvers tíma með hvort þörf er á frekari skiptum. Ef málið leysist í fyrsta tíma er hægt að hætta við síðari skipti.

Fundir geta farið fram á netinu (með Zoom/Teams) eða í Ármúla 23. Boðið er upp á viðtalstíma milli 9:00 og 15:00, mánudaga til föstudaga.

Skráðu þig á póstlistann fyrir áhugaverðar fréttir og tilboð