Um Éxito

,,Ég legg mig fram við að veita fyrsta flokks þjónustu. Hvort sem kemur að stórnenda- og mannauðsráðgjöf, mannauðsstjóri að láni, fræðslustjóri að láni, leiðtoga- og stjórnendamarkþjálfun, einstaklingsmarkþjálfun, klínískri dáleiðslu, H-EMDR og REBT vinnu með einstaklinga. Ég læt verkin tala og er gríðarlega stolt af árangrinum og frábærum ummælum frá viðskiptavinum í gegnum árin. Ég brenn fyrir því að sjá einstaklinga vaxa og eflast í lífi og starfi en ég nýti sérfræðiþekkingu mína í að hjálpa fyrirtækjum og einstaklingum að sækja fram.’’

Guðbjörg hefur 20 ára reynslu sem stjórnandi með ábyrgð á rekstri, faglegu starfi og starfsmannahaldi. Hún hefur einnig 14 ára reynslu sem starfsmanna-, gæða- og þjónustustjóri. Í störfum sínum sem stjórnandi kom hún á meginferlum sem vörðuðu mannauðsmál auk þess að innleiða mannauðslausnir og kerfi. Hún sá einnig um innleiðingu og rekstur gæðakerfis tengt vottun Svansins.

Frá 2014 hefur Guðbjörg einnig starfað sem einstaklings- og stjórnendamarkþjálfi og frá 2021 sem klínískur dáleiðandi. Á árunum 2010-2013 var Guðbjörg prófdómari við Viðskiptafræðideild á Félagsvísindasviði HÍ við mat á meistararitgerðum nemenda í viðskiptafræði.

Menntun

Guðbjörg er með MSc gráðu í viðskiptafræði (stjórnun og stefnumótun), BA gráðu í sálfræði með viðskiptafræði sem aukagrein og diploma í gæðastjórnun frá EHÍ.

Hún er stjórnendamarkþjálfi (e. Executive coaching) frá HR og Coach University og var með ACC vottun frá ICF til ársins 2020 en endurvottun er í vinnslu.

Guðbjörg er vottaður NLP markþjálfi frá Bruen, LET stjórnenda- og samskiptaþjálfi frá GTI og Klínískur Dáleiðandi frá Dáleiðsluskóla Íslands.

Guðbjörg er með H-EMDR og REBT frá Dáleiðsluskóla Íslands og Aleterjective Ltd undir handleiðslu Dr. Kate Beaven-Marks.

Eins hefur hún sótt ýmis námskeið bæði hérlendis sem erlendis undanfarin ár tengt stjórnun, stjórnendaþjálfun, markþjálfun og dáleiðslu.

Félög & félagasamtök​

Síðustu 20 árin hefur Guðbjörg gengt ýmsum trúnaðarstörfum. Hún var meðal annars í stjórn MAESTRO og sat fyrir hönd félagsins í stjórn Viðskiptafræðistofnunar. Hún var meðstjórnandi í Flóru, félagi mannauðsstjóra á Íslandi (nú Mannauður – félag mannauðsfólks á Íslandi). Hún var í meistaraflokksráði kvennaknattspyrnu Gróttu og í stjórn FMÍ (nú ICF á Íslandi). Hún situr nú í  varastjórn Félags Klínískra Dáleiðenda og er í siðanefnd félagsins.

Sýn

 Við berum umhyggju fyrir fólki og fyrirtækjum og höfum áhuga á að bæta líf og störf þeirra sem þess þarfnast.
Við losum um byrðar, léttum lífið og gerum það bjartara.

Markmið

Að mæta fyrirtækjum og einstaklingum út frá þeirri þörf sem er til staðar og veita þeim framúrskarandi þjónustu og hjálpum þeim að vaxa.

Gildi

Hollusta – Fagmennska – Vöxtur

Við sýnum viðskiptavinum okkar hollustu. Við búum yfir sérfræðiþekkingu og vinnum af fagmennsku. 

Skráðu þig á póstlistann fyrir áhugaverðar fréttir og tilboð