Fræðslustjóri að láni

Fræðslustjóri að láni (FAL) er verkefni sem felur í sér yfirferð á fræðslu- og þjálfunarmálum hjá vinnustöðum. Sérfræðingar hjá Éxito eru samþykktir fræðslustjórar að láni hjá starfsmenntunarsjóðum Áttarinnar og geta fyrirtæki og stofnanir sem vilja nýta sér þjónustu FAL því valið um aðkomu Éxito að verkefninu.

alt=""

Fyrirtæki eða stofnun fær þá ráðgjafa að láni sem aðstoða við að greina fræðslu- og þjálfunarþörf á vinnustaðnum. Það má vera að fyrir liggi einhver greining og áætlun í fræðslumálum en einnig að vinna þurfi allt frá grunni. Hvort heldur sem er þá er styrkur í því að fá inn utanaðkomandi aðila með aðra nálgun og sýn á verkefnið. Starfsmenn hafa oftar en ekki ólíka þörf fyrir þjálfun en þjálfunaráætlanir fyrir vinnustaðinn taka mið af kröfum til starfa og ólíkra þarfa einstaklinga. Ráðgjafi dregur fram það sem vel er gert í fræðslumálum, greinir þarfir og samræmir í framhaldi þau námskeið eða fræðsluleiðir sem skipta máli.

 

Starfsmenntasjóður Áttarinnar

Það sem kemur út úr samstarfi vinnustaðar og fræðslustjóra að láni er fræðsluáætlun sem veitir yfirlit yfir fræðsluþarfir, markhópa og viðhlýtandi fræðsluaðila. Þannig er komið gott yfirlit yfir fræðsluna og þær leiðir sem eru í boði til að koma fræðslunni í farveg sem kemur bæði vinnusstaðnum og starfsmönnum til góða.

Verkefnið fræðslustjóri að láni er vinnustöðum að kostnaðarlausu ef starfsmenn eru meðlimir í starfsmenntunarsjóðum Áttarinnar. Vinnustaðir ávinna sér rétt til styrkja um leið og þeir greiða launatengd gjöld fyrir starfsmenn sína. Áttin tengir saman stærstu  starfsmenntunarsjóði landsins og gerir vinnustöðum kleift að sækja um styrk í marga fræðslu- og starfsmenntunarsjóði með einni umsókn þrátt fyrir að starfsmenn séu í mismunandi stéttarfélögum.

 

Fræðslustjóraferlið

Hér að neðan má sjá ferlið tengt fræðslustjóra að láni. Til að sækja um styrk fyrir verkefnið er farið á vefsíðu Áttarinnar. Kallað er eftir samþykki og skuldbindingu æðstu stjórnenda fyrir verkefninu og að það sé í samræmi við stefnu og framtíðarsýn fyrirtækisins. Stjórnendur og starfsmenn þurfa að skuldbinda sig til þátttöku í greiningarvinnunni auk þess sem stjórnendur þurfa að veita  starfsmönnum svigrúm til að þiggja fræðslu í samræmi við fræðsluáætlunina.

 

 

Það sem tekur við af ofangreindu er innleiðingin en það er á ábyrgð vinnustaðarins að framkvæmdin sé í samræmi við áætlunina sem lögð var fram. Ráðgjafi mun fylgja innleiðingunni eftir og hefur samband innan tveggja mánaða frá lokum verkefnis til að fylgja málum eftir og taka stöðuna.

 

Éxito og FAL

Sérfræðingar Éxito eru viðurkenndir fræðslustjórar. Vinnustaðir geta því valið samstarf við Éxito ef áætlun er um að fara í FAL. Sérfræðingar Éxito geta aðstoðað við umsóknarferlið ef þess er óskað.

Skráðu þig á póstlistann fyrir áhugaverðar fréttir og tilboð