Gildi

Hefur þú einhvern tíma upplifað gildaágreining þar sem tvö mismunandi gildi drógu þig í tvær gagnstæðar áttir? Flest okkar hafa upplifað slíkt og er það yfirleitt mjög streituvaldandi. Oft reynum við þá að átta okkur á “réttu hlutunum” með því að hugsa í þaula. Þá verjum við oft miklum tíma í að hafa áhyggjur, íhuga, stressa okkur eða fara aftur og aftur yfir málið til að reyna að komast að niðurstöðu og taka ákvörðun.


Gildi lýsa þeim persónulegu eiginleikum sem ég vil hafa í gjörðum mínum. Hvernig manneskja vil ég vera, hvernig vil ég koma fram við mig, aðra og heiminn í kringum mig. Innan fjölskyldunnar gætu gildin mín falið í sér að vera ástrík, góð, heiðarleg og umhyggjusöm. Í vinnunni gætu gildi mín falið í sér að vera sanngjörn, áreiðanleg, traust og ábyrg. Á lífssviði heilsu gætu gildin mín verið umhyggja, uppörvun og samkennd.

Þegar einstaklingur breytir andstætt grunngildum sínum upplifir hann togstreytu. Þar sem hann fer gegn sínum eigin viðmiðum um þá persónulegu eiginleika sem hann vill viðhafa. Þetta ósamræmi hefur oftar en ekki neikvæð áhrif á líðan einstaklinga þar sem eigin viðmið hafa verið brotin.


Í markþjálfun býð ég upp á gildavinnu fyrir þá sem vilja átta sig betur á sínum gildum. Margir upplifa ákveðin létti eftir slíka vinnu þegar þeir fá staðfestingu á jákvæðri breytni á meðan aðrir fengu loks skilning á sinni vanlíðan. Gildavinna hefur hjálpað einstaklingum við að átta sig á þeirri innri togstreitu sem þeir hafa oft fundið fyrir og verið þeim íþyngjandi.


Gildavinna

Hér finnur þú gildaæfingu þar sem þú getur farið í gegnum persónulega vinnu til að skilgreina gildin þín.  Hér er gildalisti sem gott er að styðjast við í þeirri vinnu. Þessi æfing er stílfærð þýðing upp úr bókinni The Edge eftir Michael Heppel en þar útskýrir hann gildi, þrepaskiptir vinnunni við að skilgreina þau og hvernig best er að lifa eftir þeim.

Skráðu þig á póstlistann fyrir áhugaverðar fréttir og tilboð