Við Guðbjörg Erlendsdóttir störfuðum saman hjá Hreint á árunum 2018-2020. Ég var í stöðu ráðningarstjóra og Guðbjörg var minn yfirmaður sem starfsmanna-, gæða- og þjónustustjóri. Guðbjörg er leiðtogi sem gott er að leita til. Hún leiðbeindi mér, miðlaði þekkingu og sýndi mér á sama tíma fullt traust til að taka hlutina áfram. Dyrnar hennar voru ávallt opnar og samskiptin okkar á milli góð. Ég lærði heilmikið af henni sem ég bý enn að og er virkilega þakklát fyrir. Fagmennska og skýrir verkferlar eru í fyrirrúmi hjá Guðbjörgu. Ég vissi hvað fólst í starfinu og fékk réttu verkfærin til að sinna því. Guðbjörg hélt góðu skipulagi á gagnavinnslu og skjalagerð. Þar má m.a. nefna ráðningarsamninga þar sem þekking Guðbjargar í kjaramálum kom vel í ljós. Starfsmannasamtölin voru eins og best verður á kosið, góður undirbúningur, heiðarleg samskipti og uppbyggileg gagnrýni sett fram á mannlegan máta. Guðbjörg hélt vel utan um fræðslumálin og hvatti starfsmenn einnig til að miðla þekkingu sín á milli. Ég mæli eindregið með samstarfi við Guðbjörgu.