Guðmundur Stefán Jónsson

Leiðir okkar Guðbjargar Erlendsdóttur lágu fyrst saman þegar hún, sem starfsmannastjóri Hreint ehf sá um ráðningu mína í sölustjórastarf fyrirtækisins. Fyrstu kynni gefa oft góð fyrirheit um hvers má vænta af væntanlegu samstarfi. Hennar nálgun á ráðningu mína, verður mér ætíð minnisstæð, því fagmennskan og ferlið sem hún hafði byggt upp var með því besta sem ég hef kynnst á mínum ferli. Starfssvið Guðbjargar hjá Hreint var mjög umfangsmikið, hún var í raun með þrjá hatta, starfsmanna- gæða- og þjónustustjóri. Slíkt umfang ábyrgðar krefst góðs skipulags og hæfni til einstaks samskiptahæfileika. Það sem einnig er til fyrirmyndar er að öll þessi starfssvið mótaði Guðbjörg að mestu frá grunni innan fyrirtækisins og skal þó sérstaklega nefna í því samhengi starfsmanna- og gæðamálin. Vöxtur Hreint á þessum árum var mjög mikill og því mjög mikilvægt að stjórnun starfsmannamála og þjónustu væri til fyrirmyndar. Við Guðbjörg unnum saman í átta ár hjá Hreint. Oft getur sala á þjónustu leitt til flækjustigs í útfærslum þjónustu, sem svo geta haft áhrif á gæði verkefna, öll slík mál sem upp komu, voru leyst faglega með opnum og jákvæðum samskiptum. Guðbjörg er sanngjörn, áreiðanleg, skipulögð og síðast en ekki síst mjög samviskusöm. Þegar kemur að mannauðs-, gæðamálum og/eða ferlum tengum þjónustu þá er Guðbjörg verðugur ráðgjafi að leita til.

Skráðu þig á póstlistann fyrir áhugaverðar fréttir og tilboð