Hrefna Birgitta Bjarnadóttir

Guðbjörg hóf nám í NLP Practitioner markþjálfun hjá Bruen í febrúar 2016 og útskrifaðist með diplómu sem NLP markþjálfi 7. nóvember 2017. Vegna mikils áhuga á Neuro Linguistic Programming náminu og að eigin ósk var Guðbjörg einnig mér undirritaðri til aðstoðar við kennslu NLP markþjálfunar frá 2016 til 2019 auk þess að sjá um leiðréttingar og yfirlestur námsefnis. Hlutverk hennar með nemendum var að leiðbeina og vera til staðar í verklegum æfingum, verk sem henni fórst einstaklega vel úr hendi. Guðbjörg fékk framúrskarandi góða umsögn nemenda sem hún hafði umsjón með. Sérstaklega var tekið fram að hún hafi sýnt fagmannlega framkomu, sýnt hverjum og einum mikla virðingu, haft ljúfa og jákvæða nærveru. Ég tek heilshugar undir orð nemenda. Út frá samstarfi mínu við Guðbjörgu vil ég bæta við að það er einstaklega gott að vinna með henni, hún er hreinskilin og málefnaleg, kemur skilaboðum vel frá sér um leið og hún er tilbúin að ræða hvert mál frá fleiri sjónarhornum. Hún hefur að mínu mati einstaklega góða innsýn í mannleg samskipti og hefur gott vald á að lesa aðstæður á hlutlægan hátt. Athygli mína vakti hve mikinn áhuga Guðbjörg hefur á persónulegu þroskaferli, eigin og annarra. Henni liggur létt að finna leiðir og lausnir til úrbóta sem byggja á óskum þess sem hún vinnur með. Ég gef því Guðbjörgu hiklaust mín bestu meðmæli.

Skráðu þig á póstlistann fyrir áhugaverðar fréttir og tilboð