Ég starfaði með Guðbjörgu í rúm 3 ár hjá Hreint ehf. þar sem hún var yfir þjónustu-, gæða- og mannauðssviði fyrirtækisins og ég sölustjóri. Okkar leiðir lágu oft saman þar sem deildir okkar þurftu að spila vel saman til að tryggja gott jafnvægi á milli lofaðar þjónustu og framkvæmdar þjónustu. Mín kynni af Guðbjörgu einkenndust af góðum samskiptum og fagmennsku í starfi. Það var alltaf hægt að leita til hennar varðandi starfsmannatengd mál, kjaramál eða annað sem snéri að hennar sviðum enda bjó hún yfir víðtækri þekkingu og vel að sér í faginu. Guðbjörg er skipulögð og nákvæm og þegar mikið lá undir vann Guðbjörg oft langt fram eftir til að tryggja gæði þjónustunnar og fylgja málum eftir. Má því segja að ósérhlífni og eljusemi lýsi henni vel að mínu mati. Guðbjargar verður sárt saknað.