Rúnar Ágúst Svavarsson

Ég starfaði með Guðbjörgu í fjölmörg ár þar sem hún var Starfsmanna-, gæða- og þjónustustjóri. Samstarfið og samskiptin einkenndust alltaf af fagmennsku og yfirgripsmikilli þekkingu af Guðbjargar hálfu. Hún stýrði hóp stjórnanda sem voru samtals með um 150 starfsmenn undir sér og hundruði verkstaða. Ljóst að það krafðist það mikillar skipulagningar, stýringar og utanumhalds sem Guðbjörg leiddi fagmannlega með sínum undirmönnum. Hún átti stóran þátt í að vel tókst að halda utan um öra stækkun þjónustu fyrirtækisins á síðustu árum en frá því hún höf störf þrefaldaðist veltan. Samstarf okkar hjá fyrirtækinu fór frá því að ég starfaði sem undirmaður hjá henni yfir í að ég óx upp í að starfa samhliða henni í framkvæmdastjórn fyrirtækisins. Alltaf skein það í gegn að hún hafi mikla þekkingu á þeim hlutum og stefnum sem voru í gangi hverju sinni og var fljót að kynna sér þá hluti ef eitthvað þurfti við að bæta. Hún stýrði m.a. innleiðingu á stórri umhverfs- og gæðavottun Svansins auk jafnlaunavottunar hjá fyrirtækinu. Hún stýrði fjölmörgum vinnuhópum innan fyrirtækisins og leiddi þá undantekningarlaust. Hún var einnig dugleg að hvetja samstarfsfólk sitt til að viðhalda og bæta við sig þekkingu með að benda því á áhugaverða fyrirlestra og námskeið sem í boði voru. Styrkleikar hennar eru fyrst og fremst í stjórnun og mannauði en hún hefur fjölbreytta reynslu þvert yfir öll svið sem gerir hana gríðarlega verðmæta og hæfa til að takast á við fölbreytt verkefni. Kraftmikil, samviskusöm, nákvæm og fær eru orð sem ég tel lýsa Guðbjörgu hvað best.

Skráðu þig á póstlistann fyrir áhugaverðar fréttir og tilboð