Ari Þórðarson

Guðbjörg Erlendsdóttir gegndi starfi starfsmanna-, gæða- og þjónustustjóra félagsins um rúmlega 14 ára skeið eða frá byrjun árs 2008 og til 2022. Umsvif félagsins á þessu tímabili um það bil þrefölduðust og hjá félaginu starfa á bilinu 180 til 190 manns enda fyrirtækið eitt af þrjú – fjögurhundruð stærstu fyrirtækjum á Íslandi. Guðbjörg leiddi mikilvægasta og umsvifamesta svið félagsins og sem slík gegndi hún mjög mikilvægi hlutverki fyrir rekstur félagsins þannig að hann gæti stækkað og styrkst. Hún kom inn á umbrotatímum árið 2008 og kom á nauðsynlegu og góðu skipulagi þjónustu- og starfsmannamála Hreint sem hún hélt utan um með miklum ágætum alla tíð. Til að nefna dæmi um sérlega mikilvæg verkefni sem hún leysti með framúrskarandi hætti eru Svansvottun (gæða- og umhverfisvottun) og jafnlaunavottun Hreint. Dæmi um minni verkefni sem Guðbjörg innleiddi eru fjarvistaskráningar í samstarfi við Vinnuvernd, mannauðslausnir Kjarna, 50skills ráðningakerfi, starf öryggisnefndar félagsins, sérhæfðan hugbúnað fyrir ræstingafyrirtæki sem og utanumhald margskonar fræðsluverkefna og þjónustutengdra verka. Guðbjörg reyndist samstarfsfólki og eigendum Hreint frábærlega sem faglegur, samviskusamur og nákvæmur fagmaður. Hún er einhver traustasta samstarfsmanneskja sem undirritaður hefur nokkru sinni starfað með og skilaði frábæru dagsverki á starfstíma sínum hjá Hreint ehf. Undirritaður veitir fúslega frekari upplýsingar og meðmæli um störf Guðbjargar hjá Hreint.

Skráðu þig á póstlistann fyrir áhugaverðar fréttir og tilboð