Hvað er meðferðardáleiðsla?
Meðferðardáleiðsla getur verið mjög hressandi og skemmtileg, en sú upplifun er ekki að fara að gera neitt fyrir þig í lækningalegum tilgangi. Dáleiðslumeðferð vinnur á áhrifaríkan hátt með undirmeðvitundina. Þar geymum við alla okkar reynslu og færni sem og þau vandamál sem við erum að glíma við í daglegu lífi. Í meðferðardáleiðslu er notast við ákveðna tækni á meðan á dáleiðslu stendur. Þannig hámörkum við möguleikana á að breyta takmarkandi viðhorfum og hegðun og öðlast innsýn til að takast á við þau grunndvallarviðhorf sem stýra okkur í daglegu lífi. Með því að breyta þessum viðhorfum er hægt að breyta lífi sínu til hins betra. Þegar notað er tvennt til samans, tæknina og dáleiðslu gengur meðferin hraðar fyrir sig.
Hvernig virkar dáleiðslumeðferð?
Undirmeðvitundin geymir viðhorf okkar, hegðunarmynstur, sjálfsmynd og vana en einnig styrkleika okkar og þekkingu. Í dáleiðslu fáum við greiðan aðgang að undirmeðvitundinni. Með þeirri tækni sem beitt er til meðferðar er hægt að leysa úr læðingi möguleika okkar, breyta óæskilegum venjum og hegðun og fá lausnir á vandamálum og áhyggjum.
Hvað getur dáleiðslumeðferð hjálpa við?
Í dáleiðslumeðferð er hægt að meðhöndla ýmiskonar sálræn og sálvefræn einkenni, vandamál og reynslu, kvíða og vana sem þú vilt breyta. Meðferðin hefur reynst mjög áhrifarík í vinnu með afleiðingar áfalla. Sem og kvíða, streitu, kulnun, svefnvanda, þyngdarstjórnun, mígreni, ofnæmi, tengslarof, ýmiskonar fælni. Meðferðin hjálpar einnig við að losna við fíkn og efla innri styrk og innsæi sem og að bæta frammistöðu og árangur.
Hvenær er dáleiðslumeðferð ekki viðeigandi?
Ef þú ert með alvarlegt þunglyndi, geðrof eða óstöðuga flogaveiki er ráðlegt að forðast dáleiðslumeðferð. Aðrar talmeðferðarmöguleikar gætu hentað betur í þeim tilfellum. Aðferðir eins og Viðurkenningar- og skuldbindingarmeðferð (Acceptance and Commitment Therapy), Rational Emotive Behaviour Therapy (REBT) og Núvitundaraðferðir (Mindfulness approaches).
Hversu mörg skipti þarf ég?
Það fer eftir eðli ástandsins eða markmiðsins sem þú vilt vinna að, svo það getur verið allt frá einu skipti til fleiri. Oft er hægt að gefa nálgun á þann fjölda skipta sem má búast við eftir fyrsta samtal.
Hversu lengi vara áhrifin?
Áhrifin geta verið langvarandi eða varanleg þar sem beinar tillögur eru notaðar í samvinnu við undirmeðvitundina. Aðgerðir þínar skipta þó máli og stuðla að getu þinni til að gera breytingar. Með því að innleiða nýja hugsun og hegðun í framkvæmd muntu geta sagt skilið við gamlar venjur, hegðun og hugsanir í fortíðinni og haldið áfram.
Hvernig er fyrsta skiptið?
Í fyrsta tíma förum við yfir ýmsar viðeigandi upplýsingar sem tengjast þér. Við förum yfir lífsstíl þinn og ástandið, vandamálið, vanann eða æskilegan árangur sem þú vilt vinna að. Síðan munum við skoða markmið meðferðar og hvernig dáleiðsluaðferðir geta hjálpað. Í þessum tíma er hægt að svara öllum þeim spurningum sem þú gætir haft. Þar á meðal þeim sem tengjast dáleiðslu og dáleiðslumeðferð. Tíminn mun síðan halda áfram með dáleiðsluvinnu og að lokum eru öll verkefni og heimavinna rædd og samþykkt.
Af hverju mælir þú með heimavinnu?
Það sem við vinnum með í hverjum tíma er hægt að auka, styrkja og þróa með verkefnum og athöfnum sem þú getur gert á milli dáleiðsluskipta. Það fækkar oft þeim skiptum sem þú þarft! Þetta getur verið sambland af sjálfsdáleiðslu, öndunaræfingum og núvitundarverkefnum og athöfnum.