Ég starfaði með Guðbjörgu Erlendsdóttur í alþjóðlegu mannauðsverkefni sem snerist um leiðtogaþjálfun og samskiptafærni. Þetta samstarf við Guðbjörgu var mjög gefandi, faglegt og áhugavert og upplifði ég hana sem reynslumikinn aðila sem vann alltaf af mikilli fagmennsku, með einstaklega skarpa hugsun og mikla yfirvegun.