GB

“Ég ákvað að leita til Guðbjargar þar sem ég var ósátt í eigin skinni. Mér fannst ég búin að týna hamingjunni innra með mér og þráði að losna við neikvæðar hugsanir. Guðbjörg var með þægilega návist og fagleg í einu og öllu. Hún kunni greinilega sitt fag og spurði þeirra spurninga sem leiddu hana að kjarna minna erfiðleika. Með dáleiðslunni náði hún að kalla fram innri kjarna minn, sem ég vissi ekki að væri til. Ótrúlegustu atriði sem dúkkuðu upp og voru sagðir og urði til þess fallnir að losa mig við mína drauga. Mér leið strax vel á eftir og hef fundið það síðan. Það er vert að geta þess að í upphafi nefndi Guðbjörg að ég ætti að koma í þrjá tíma, en þetta tókst svo vel hjá henni að hún útskrifaði mig eftir tvo. Fagleg og sanngjörn. Ég á eftir að leita til hennar aftur síðar er ég viss um”

Skráðu þig á póstlistann fyrir áhugaverðar fréttir og tilboð