Eftir dáleiðslutímana hjá Guðbjörgu upplifi ég mikla innri ró og jafnvægi. Ég er pollróleg fyrir stóra fundi sem áður ollu mér kvíða jafnvel marga daga á undan. Ég finn fyrir meira sjálfstrausti og finnst ég eiga allt það góða sem ég hef unnið mér inn fyrir fyllilega verðskuldað. Á meðan ég glímdi við imposter syndrome fyrir dáleiðsluna.
Þegar ég hugsa tilbaka þá er þetta svona fyrir og eftir tímapunktur í lífi mínu þar sem ég losaði mig við komplexa og sektarkennd sem ég hafði burðast með alltof lengi. Ég mæli 100% með að fjárfesta í andlegri heilsu og skella sér í dáleiðslutíma hjá Guðbjörgu.