KÓÞ

Ég sá auglýsingu frá Guðbjörgu á Facebook. Ég ákvað að panta tíma i dáleiðslu vegna áfallastreituröskunar sem ég var búin að vera með í næstum 3 ár. Ég var algjörlega búin andlega og líkama því á þessum 3 árum hugsaði ég um það sem kvaldi mig allan sólarhringinn, ég fékk ekki frið fyrir mínum eigin hugsunum. Ég var yfirleitt alltaf með mikinn hjartslátt og grét á hverjum degi. Þegar ég mæti í tímann og Guðbjörg segir mér að hún ætli að hjálpa mér að þurrka út afrit úr huganum og fastar tilfinningar þá fannst mér ekki miklar líkur á því að það væri hægt. Dáleiðslan gekk vel og hún gekk það vel að þegar ég vakna þá fer ég að hugsa, afhverju er ég hérna? En svo mundi ég afhverju en samt var allt farið. Og næstu ca 2 daga á eftir þá fannst mér ég ekki hafa neitt að hugsa um því síðustu 3 ár hafði  ég bara hugsað um það sem ég vildi ekki hugsa um og núna var það farið. Núna eru 2 vikur liðnar og ég hef tvisvar sinnum fundið að eitthvað sé að koma til baka en ég hef getað stoppað það áður en það gerist með því að nota það sama og var gert í dáleiðslunni. Það eru meira að segja orð sem ég hugsaði um á hverjum degi en eftir dáleiðsluna þá hef ég ekki sagt né hugsað um þessi orð. Ég mun aldrei geta þakkað Guðbjörgu nægjanlega fyrir að gefa mér líf mitt aftur .

Skráðu þig á póstlistann fyrir áhugaverðar fréttir og tilboð