Samþætt nálgun

Samþætt nálgun byggist á því að stuðst er við ýmsar aðferðir til að styrkja og efla einstaklinga. Sú aðferð sem er notuð hverju sinni fer eftir því sem er verið að vinna með og þá í samráði við einstaklinginn. Það getur verið gott að vinna fyrst úr erfiðri lífsreynslu, áföllum, heftandi sannfæringu og trú eða hvað eina sem heldur aftur af fólki og hindrar framgang og þróun áður en haldið er af stað í að setja sér markmið og sækja fram.


Samþætt nálgun getur nýtt aðferðir eins og NLP, Klínísk Dáleiðsla, EMDR eða REBT sem virka vel í slíka vinnu en það er mismunandi hvað hentar hverjum og einum en skýrist oftast eftir samtal í fyrsta tíma. Þegar þessari vinnu er lokið og bakpokinn orðinn léttur reynist það oft leikur einn að setja sér metnaðarfull markmið til framtíðar og þá gæti markþjálfun tekið við.

Skráðu þig á póstlistann fyrir áhugaverðar fréttir og tilboð