H-EMDR meðferðarvinna

Hvað er H-EMDR meðferðarvinna?

H-EMDR meðferðarvinna (Hypno – Eye Movement Desensitization and Reprocessing) er meðferð sem gerir fólki kleift að losna við einkenni og tilfinningalega vanlíðan, sem er afleiðing truflandi lífsreynslu. Meðferðin felur í sér vinnu á hegðunar-, hugrænum-, tilfinningalegum- og líkamlegum þáttum í upplifun einstaklingsins. Hún virkar vel þegar hún er hluti af samþættri dáleiðsluaðferð en EMDR er í grunnin unnin án formlegrar dáleiðslu, með skjólstæðinginn vel tengdan (associated) ólíkt klínískri dáleiðslu þar sem aftenging (dissociation) er lykilatriði. Í H-EMDR er dáleiðsla notuð samhliða EMDR sem gerir meðferðina enn árangursríkari.

H-EMDR býður upp skjótan og skilvirkan meðferðarárangur á ýmsum sviðum. Allt frá kvíða og áföllum sem og til notkunar í íþróttum til að bæta árangur.

Ferli H-EMDR

Ferlið er í nokkrum þrepum. Byrjað er á samtali og að finna út hvaða minning tengd ákveðnum atburði hefur mest truflandi áhrif á einstaklinginn. Unnið er með þá minningu og tengda atburði. Á meðan einstaklingurinn heldur athyglinni á þessari truflandi minningu er notast við tvíhliða áreiti eins og áslátt (tapping), fiðrildasmelli eða augnhreyfingar. Þá fylgir einstaklingurinn fingrum meðferðaraðila eftir, á þann hátt að augun líkja eftir augnhreyfingum í draumsvefni (REM). Það hjálpar einstaklingnum að vinna úr minningum sínum. Í meðferðinni er unnið með fortíð, nútíð og framtíð einstaklingsins. Unnið er með truflandi minningar tengdar atburði í fortíð sem valda vanlíðan hjá einstaklingi í hans daglega lífi. Síðan er unnið með að þróa færni og viðhorf sem þarf til jákvæðra aðgerða í framtíðinni og er dáleiðsla notuð til þess.

Myndband um EMDR

Skráðu þig á póstlistann fyrir áhugaverðar fréttir og tilboð