Ég pantaði mér tíma hjá Guðbjörgu eftir að hafa lesið mér til um hugræna endurforritun og heyrt um ágæti Guðbjargar á því sviði. Mín meðferð gekk út á að vinna á þrálátum heilsufarslegum einkennum sem rakin höfðu verið til mikils álags. Eftir 3 tíma meðferð fann ég mikinn mun; líkamleg einkenni höfðu minnkað, ég svaf betur, fann fyrir meiri ró og sat betur í sjálfri mér. Nú er liðinn rúmur mánuður og árangurinn hefur ekki gengið til baka. Ég er Guðbjörgu afar þakklát og mæli heilshugar með meðferð hjá henni.