Hvað er H-EMDR meðferðarvinna?
H-EMDR meðferðarvinna (Hypno – Eye Movement Desensitization and Reprocessing) er meðferð sem gerir fólki kleift að losna við einkenni og tilfinningalega vanlíðan, sem er afleiðing truflandi lífsreynslu. Meðferðin felur í sér vinnu á hegðunar-, hugrænum-, tilfinningalegum- og líkamlegum þáttum í upplifun einstaklingsins. Hún virkar vel þegar hún er hluti af samþættri dáleiðsluaðferð en EMDR er í grunnin unnin án formlegrar dáleiðslu, með skjólstæðinginn vel tengdan (associated) ólíkt klínískri dáleiðslu þar sem aftenging (dissociation) er lykilatriði. Í H-EMDR er dáleiðsla notuð samhliða EMDR sem gerir meðferðina enn árangursríkari.
H-EMDR býður upp skjótan og skilvirkan meðferðarárangur á ýmsum sviðum. Allt frá kvíða og áföllum sem og til notkunar í íþróttum til að bæta árangur.