Hef leitað hjálpar á ýmsum vettvangi sem hafa hjálpað en alltaf vantaði eitthvern herslumun. Við álag fór allt í streituástandið aftur. Ég ákvað að prófa dáleiðslu og fór algerlega tilbúin til að deila mínu og taka við þeirri hjálp sem ég gæti fengið. Undirbúningurinn var faglegur og þegar kom að dáleiðslunni var hún ótrúlega auðveld. Gömul mál sem sátu föst á “harða diskinum” komu upp á yfirborðið og jafnvel orð og ljót samskipti komu og voru sett til hliðar til að láta mig í friði. Mesti árangurinn fannst mér vera sá að losna við að niðurlægja sjálfan mig með gömlu rugli sem spruttu upp þegar viðkvæmni var mest. Að læra að taka á uppnámi og óróleika sem gat sprottið upp við ákveðnar aðstæður var frábært og varð til þess að ég var almennt miklu rólegri og sáttari og náði betri tökum á daglega lífinu. Svefninn var tekinn sérstaklega og það hefur hjálpað hægt og rólega en er ekki alveg komið á rétt ról. Eftirfylgni eftir hvern tíma var góð og þar sá maður svart á hvítu hvernig ástandið hafði lagast eða/og hvað ætti að vinna með næst. Takk fyrir mig.