Stjórnenda- og leiðtogamarkþjálfun
Stendur þú eða fyrirtækið þitt frammi fyrir áskorun? Viltu gera breytingar hjá þér persónulega eða sem stjórnanda, einstaklingunum í teyminu þínu eða fyrirtækinu? Markþjálfun gæti verið lykillinn að breytingum til árangurs.
Markmið markþjálfunar er að breyta hegðun, auka árangur og skilvirkni þar sem markmið og leiðir að þeim verða markþega ljósar. Þessi þjálfun hefur reynst stjórnendum og leiðtogum árangursrík þegar unnið er með að efla forystuhæfileika og að tileinka sér sveigjanlegan stjórnunarstíl sem og að setja sér raunhæf markmið og auka færni í lausn ágreinings. Í markþjálfun öðlast markþeginn betri skilning á sjálfum sér, styrkleikum sínum og veikleikum sem hjálpar honum að aðhafast rétt og taka betri ákvarðanir.
Stjórnenda- og leiðtogamarkþjálfun getur nýst þér og þínu fyrirtæki þegar þú vilt:
- bæta þig og árangur þinn sem stjórnanda
- fá skýrari framtíðarsýn
- setja þér stefnu og markmið og forgangsraða
- aðstoð við að takast á við breytingar
- yfirstíga hindranir
- fá aukið jafnvægi milli vinnu og einkalífs
- efla sjálfsvitund
- efla sjálfstraust
- fá aukna lífsleikni
Þjálfunin sem Éxito veitir er einstaklingsþjálfun.