Klínísk dáleiðsla
Klínísk Dáleiðsla er verkfæri sem nýtist vel til að finna hvað heldur aftur af fólki, hindrar framgang þess og losa um þessar hömlur. Ég nota Hugræna endurforritun í vinnu með einstaklingum en hún er öflug dáleiðslumeðferð sem Ingibergur Þorkelsson, skólastjóri DÍ hefur þróað með hliðsjón af nýjustu rannsóknum í taugafræði. Í meðferðinni er unnið með ,,innri styrk” dáleiðsluþega en með honum er hægt að finna upptök vandamála og losa dáleiðsluþega undan þeim. Hugræn endurforritun er mögnuð leið til að bæta líðan og heilsu og sumum finnst þeir upplifa kraftaverk í þessari meðferð
Meðferðin hefur reynst mjög áhrifarík í vinnu með:
- Afleiðingar áfalla
- Kvíða
- Þunglyndi
- Streitu
- Svefnvanda
- Þyngdarstjórnun
- Vefjagigt
- Mígreni
- Ofnæmi
- Tengslarof
- Fælni
- Losna við fíkn
- Efla innri styrk og innsæi
- Bæta frammistöðu og árangur
- Önnur vandamál af sálrænum og sálvefrænum toga