H-EMDR

H-EMDR (Hypno-Eye Movement Desensitization and Reprocessing) er meðferð sem gerir fólki kleift að losna við einkenni og tilfinningalega vanlíðan sem er afleiðing truflandi lífsreynslu.

 

H-EMDR felur í sér vinnu á hegðunar-, hugrænum, tilfinningalegum og líkamlegum þáttum í upplifun einstaklingsins.  EMDR virkar vel þegar hún er hluti af samþættri dáleiðsluaðferð en EMDR er í grunnin unnin án formlegrar dáleiðslu, með skjólstæðinginn vel tengdan (associated) ólíkt klínískri dáleiðslu þar sem aftenging (dissociation) er lykilatriði.  

 

H-EMDR býður upp skjótan og skilvirkan meðferðarárangur á ýmsum sviðum, allt frá kvíða og áföllum sem og til notkunar í íþróttum til að bæta árangur.

Meðferðin hefur reynst mjög áhrifarík í vinnu með:

    • Afleiðingar áfalla og streitutengd vandamál
    • Kvíða
    • Þunglyndi
    • Svefnvanda
    • Þyngdarstjórnun
    • Fælni
    • Fíkn
    • Átröskun
    • Sorg og missir
    • Frammistöðukvíða
    • Kynferðislegt ofbeldi   
    • Ofbeldi og misnotkun
    • Tengslaröskun
    • Efla innri styrk og innsæi 
    • Bæta frammistöðu og árangur
    • Önnur vandamál af sálrænum og sálvefrænum toga
Klínísk dáleiðsla og/eða H-EMDR – styttri útgáfa

Hér bókar þú tíma í klíníska dáleiðslu  eða H-EMDR

Á netinu og í eigin persónu

Dáleiðslumeðferð er jafn árangursrík þegar hún er framkvæmd á netinu eins og í eigin persónu.

Tímarnir sem eru í boði eru:

  • Á netinu (í gegnum Zoom eða Teams)
  • Ármúla 23, 108 Rvk

Ef þú vilt bóka tíma skaltu fylla út eyðublaðið sem þú finnur hér að neðan.

Dáleiðslu og H-EMDR tímar

Hvert skipti er að meðaltali 2 klst og kostar klukkutíminn 20.000,- (skiptið 40.000,- með VSK) ef haldið á netinu en 25.000,- (skiptið 50.000,- með VSK) ef tíminn fer fram í Ármúla 23.

Allt um þig

Bókunarbeiðni

Alla jafna er um 3ja skipta leið að ræða og þá er vika á milli skipta með endurskoðun í lok hvers tíma með hvort þörf er á frekari skiptum. Ef málið leysist í fyrsta tíma er hægt að hætta við síðari skipti.

Fundir geta farið fram á netinu (með Zoom/Teams) eða í Ármúla 23. Boðið er upp á viðtalstíma milli 9:00 og 15:00, mánudaga til föstudaga.

Skráðu þig á póstlistann fyrir áhugaverðar fréttir og tilboð