“Guðbjörg hóf nám í dáleiðslu 2020 og lauk framhaldsnámi í klínískri meðferðardáleiðslu vorið 2021. Hún fór strax eftir útskrift að vinna sem meðferðaraðili og hefur tekið á móti á tíunda tug dáleiðsluþega. Árangur hennar í meðferðarvinnu með einstaklingum hefur verið góður og liggja vitnisburðir frá dáleiðsluþegum fyrir um hennar ágæti. Því get ég mælt með Guðbjörgu sem klínískum dáleiðanda.”
“Ég kom til Guðbjargar vegna kvíða og innri óróleika. Mér leið strax afar vel í návist hennar hún er með milda rödd og góða nærveru. Hún leiddi mig fagmannlega í gegnum dáleiðsluna, sem ég þekkti ekki áður, og ég upplifði strax mikið traust til hennar sem meðferðaraðila. Í dag líður mér vel og er laus við kvíða og óróleikatilfinningu en er þess í stað full af gleði, orku og krafti. Takk fyrir mig.”
Sendir aftur umsögn 3 mánuðum síðar: “Sæl Guðbjörg í dag eru akkúrat 3 mánuðir síðan ég kom til þín í dáleiðslu. Ég hef ekki fundið fyrir kvíða eða óróleika síðan. Svo er svefninn í toppstandi líka. Þetta er yndislegt líf og ótrúlegur árangur. Takk kærlega fyrir mig.”
Ég starfaði með Guðbjörgu Erlendsdóttur í alþjóðlegu mannauðsverkefni sem snerist um leiðtogaþjálfun og samskiptafærni. Þetta samstarf við Guðbjörgu var mjög gefandi, faglegt og áhugavert og upplifði ég hana sem reynslumikinn aðila sem vann alltaf af mikilli fagmennsku, með einstaklega skarpa hugsun og mikla yfirvegun.
Það var mikið gæfuspor fyrir mig að kynnast Guðbjörgu og það má með sanni segja að eftir að hafa verið hjá henni í markþjálfun hafi líf mitt tekið skýrari stefnu og orðið skemmtilegra. Guðbjörg hefur hjálpað mér að takast á við áskoranir bæði í vinnu og einkalífi, hjálpað með að setja mér raunhæf en krefjandi markmið og fengið mig til þess að forgangsraða og taka til í mínu lífi. Hún er hvetjandi, lausnarmiðuð, les vel í aðstæður, spyr opinna spurninga og er dugleg að leiða mann áfram í þeim fjölbreyttu verkefnum sem ég hef verið að fást við. Ég get heilshugar mælt með Guðbjörgu sem markþjálfa.
“Ég ákvað að leita til Guðbjargar þar sem ég var ósátt í eigin skinni. Mér fannst ég búin að týna hamingjunni innra með mér og þráði að losna við neikvæðar hugsanir. Guðbjörg var með þægilega návist og fagleg í einu og öllu. Hún kunni greinilega sitt fag og spurði þeirra spurninga sem leiddu hana að kjarna minna erfiðleika. Með dáleiðslunni náði hún að kalla fram innri kjarna minn, sem ég vissi ekki að væri til. Ótrúlegustu atriði sem dúkkuðu upp og voru sagðir og urði til þess fallnir að losa mig við mína drauga. Mér leið strax vel á eftir og hef fundið það síðan. Það er vert að geta þess að í upphafi nefndi Guðbjörg að ég ætti að koma í þrjá tíma, en þetta tókst svo vel hjá henni að hún útskrifaði mig eftir tvo. Fagleg og sanngjörn. Ég á eftir að leita til hennar aftur síðar er ég viss um”
„Ég er mjög þakklát fyrir tímana hjá Guðbjörgu í dáleiðslu / hugrænni endurforritun sem hjálpuðu mér mjög mikið. Ég var búin á því andlega og líkamlega. Varð fyrir miklu áfalli og var líðan mín mjög slæm, var þreytt og orkulaus. Eftir tímana leið mér alltaf betur og upplifði meiri ró og gat unnið mikið úr minni vanlíðan. Ég fékk fullt af verkfærum sem ég nýti mér upp á hvern einasta dag og hefur hjálpað mér mjög mikið. Ég get heilshugar mælt með Guðbjörgu sem hefur góða nærveru og útskýrði allt vel. Svo þakklát fyrir þessa tíma.“
Ég sá auglýsingu frá Guðbjörgu á Facebook. Ég ákvað að panta tíma i dáleiðslu vegna áfallastreituröskunar sem ég var búin að vera með í næstum 3 ár. Ég var algjörlega búin andlega og líkama því á þessum 3 árum hugsaði ég um það sem kvaldi mig allan sólarhringinn, ég fékk ekki frið fyrir mínum eigin hugsunum. Ég var yfirleitt alltaf með mikinn hjartslátt og grét á hverjum degi. Þegar ég mæti í tímann og Guðbjörg segir mér að hún ætli að hjálpa mér að þurrka út afrit úr huganum og fastar tilfinningar þá fannst mér ekki miklar líkur á því að það væri hægt. Dáleiðslan gekk vel og hún gekk það vel að þegar ég vakna þá fer ég að hugsa, afhverju er ég hérna? En svo mundi ég afhverju en samt var allt farið. Og næstu ca 2 daga á eftir þá fannst mér ég ekki hafa neitt að hugsa um því síðustu 3 ár hafði ég bara hugsað um það sem ég vildi ekki hugsa um og núna var það farið. Núna eru 2 vikur liðnar og ég hef tvisvar sinnum fundið að eitthvað sé að koma til baka en ég hef getað stoppað það áður en það gerist með því að nota það sama og var gert í dáleiðslunni. Það eru meira að segja orð sem ég hugsaði um á hverjum degi en eftir dáleiðsluna þá hef ég ekki sagt né hugsað um þessi orð. Ég mun aldrei geta þakkað Guðbjörgu nægjanlega fyrir að gefa mér líf mitt aftur .
Við nýttum okkur þjónustu Guðbjargar á sviði markþjálfunar til að stilla saman hóp starfsfólks og stjórnenda hjá fyrirtæki á tímum mikils vaxtar. Hennar aðkoma hjálpaði okkur að setja sameiginleg markmið og sýn á stefnu fyrirtækisins, búa til traust milli starfsfólks, gera samskipti milli þeirra skilvirkari og skýrari, og gefa hverjum og einum starfsmanni tæki til að vinna að því að ná sínum eigin markmiðum innan fyrirtækisins.
Guðbjörg Erlendsdóttir gegndi starfi starfsmanna-, gæða- og þjónustustjóra félagsins um rúmlega 14 ára skeið eða frá byrjun árs 2008 og til 2022. Umsvif félagsins á þessu tímabili um það bil þrefölduðust og hjá félaginu starfa á bilinu 180 til 190 manns enda fyrirtækið eitt af þrjú – fjögurhundruð stærstu fyrirtækjum á Íslandi. Guðbjörg leiddi mikilvægasta og umsvifamesta svið félagsins og sem slík gegndi hún mjög mikilvægi hlutverki fyrir rekstur félagsins þannig að hann gæti stækkað og styrkst. Hún kom inn á umbrotatímum árið 2008 og kom á nauðsynlegu og góðu skipulagi þjónustu- og starfsmannamála Hreint sem hún hélt utan um með miklum ágætum alla tíð. Til að nefna dæmi um sérlega mikilvæg verkefni sem hún leysti með framúrskarandi hætti eru Svansvottun (gæða- og umhverfisvottun) og jafnlaunavottun Hreint. Dæmi um minni verkefni sem Guðbjörg innleiddi eru fjarvistaskráningar í samstarfi við Vinnuvernd, mannauðslausnir Kjarna, 50skills ráðningakerfi, starf öryggisnefndar félagsins, sérhæfðan hugbúnað fyrir ræstingafyrirtæki sem og utanumhald margskonar fræðsluverkefna og þjónustutengdra verka. Guðbjörg reyndist samstarfsfólki og eigendum Hreint frábærlega sem faglegur, samviskusamur og nákvæmur fagmaður. Hún er einhver traustasta samstarfsmanneskja sem undirritaður hefur nokkru sinni starfað með og skilaði frábæru dagsverki á starfstíma sínum hjá Hreint ehf. Undirritaður veitir fúslega frekari upplýsingar og meðmæli um störf Guðbjargar hjá Hreint.
Ég hef nýtt mér markþjálfun hjá Guðbjörgu í tvígang og í síðara skiptið var ég kominn upp að vegg með ákveðið verkefni. Hún reynist mér mjög vel í að vinna úr stöðunni og átta mig á því að ég væri búin að reyna allt sem sérfræðiþekking mín leyfði og tímabært væri að bakka út og hleypa nýju blóði að verkefninu. Ég get mælt með Guðbjörgu sem markþjálfa.
Hef leitað hjálpar á ýmsum vettvangi sem hafa hjálpað en alltaf vantaði eitthvern herslumun. Við álag fór allt í streituástandið aftur. Ég ákvað að prófa dáleiðslu og fór algerlega tilbúin til að deila mínu og taka við þeirri hjálp sem ég gæti fengið. Undirbúningurinn var faglegur og þegar kom að dáleiðslunni var hún ótrúlega auðveld. Gömul mál sem sátu föst á “harða diskinum” komu upp á yfirborðið og jafnvel orð og ljót samskipti komu og voru sett til hliðar til að láta mig í friði. Mesti árangurinn fannst mér vera sá að losna við að niðurlægja sjálfan mig með gömlu rugli sem spruttu upp þegar viðkvæmni var mest. Að læra að taka á uppnámi og óróleika sem gat sprottið upp við ákveðnar aðstæður var frábært og varð til þess að ég var almennt miklu rólegri og sáttari og náði betri tökum á daglega lífinu. Svefninn var tekinn sérstaklega og það hefur hjálpað hægt og rólega en er ekki alveg komið á rétt ról. Eftirfylgni eftir hvern tíma var góð og þar sá maður svart á hvítu hvernig ástandið hafði lagast eða/og hvað ætti að vinna með næst. Takk fyrir mig.
Ég pantaði mér tíma hjá Guðbjörgu eftir að hafa lesið mér til um hugræna endurforritun og heyrt um ágæti Guðbjargar á því sviði. Mín meðferð gekk út á að vinna á þrálátum heilsufarslegum einkennum sem rakin höfðu verið til mikils álags. Eftir 3 tíma meðferð fann ég mikinn mun; líkamleg einkenni höfðu minnkað, ég svaf betur, fann fyrir meiri ró og sat betur í sjálfri mér. Nú er liðinn rúmur mánuður og árangurinn hefur ekki gengið til baka. Ég er Guðbjörgu afar þakklát og mæli heilshugar með meðferð hjá henni.
Ég kom til Guðbjargar vegna innri óróa og flókinna ytri aðstæðna. Það er skemmst frá því að segja að á stuttum tíma náði ég ró í líkama og sál, vandamálin urðu yfirstíganlegri og sum hurfu alveg. Ég gat allt í einu staðið með sjálfri mér, sagt frá rólega og ákveðið, ekki í æsingi og sorg eins og oft áður. Einnig hef ég losnað við hræðslu við ýmislegt en ég var hrædd við svo margt og meðal annars hunda. Ég hef ekki getað sannreynt allt sem ég var hrædd við, en ég er núna óhrædd við hunda. Yfir mér er mikill léttir og ró og ég geri ekki eins mikið úr málunum eins og ég gerði áður fyrr, sé hlutina meira í fjarlægð. Það er góð tilfinning, ákveðinn léttir. Ég er þakklát fyrir að hafa farið til Guðbjargar og verð henni ævinlega þakklát fyrir það hvernig hún leiddi mig í gegnum þröskuldana sem ég hafði plantað hingað og þangað. Hún er góður dáleiðari, einstaklega þolinmóð, hefur hlýja og orkumikla orku samhliða að hún hvílir vel í sjálfri sér.
Ég pantaði mér tíma hjá Guðbjörgu eftir að hafa lesið mér til um hugræna endurforritun og heyrt um ágæti Guðbjargar á því sviði. Mín meðferð gekk út á að vinna á þrálátum heilsufarslegum einkennum sem rakin höfðu verið til mikils álags. Eftir 3 tíma meðferð fann ég mikinn mun; líkamleg einkenni höfðu minnkað, ég svaf betur, fann fyrir meiri ró og sat betur í sjálfri mér. Nú er liðinn rúmur mánuður og árangurinn hefur ekki gengið til baka. Ég er Guðbjörgu afar þakklát og mæli heilshugar með meðferð hjá henni.
Guðbjörg var yfirmaður minn í sex ár. Þar af leiðandi kynntist ég henni vel og get fullyrt að hún er ein af sterkustu konum sem ég hef kynnst. Guðbjörg er einstaklega drífandi, hugrökk og ákveðin kona sem kallar svo sannarlega ekki allt ömmu sína. Það sem hún gerir gerir hún heilshugar. Þess vegna myndi ég treysta henni fyrir mér í dáleiðslu eða markþjálfun. Hún er vel kjörnuð og ávallt glöð. Guðbjörg er því sönn fyrirmynd.
Ég starfaði með Guðbjörgu í fjölmörg ár þar sem hún var Starfsmanna-, gæða- og þjónustustjóri. Samstarfið og samskiptin einkenndust alltaf af fagmennsku og yfirgripsmikilli þekkingu af Guðbjargar hálfu. Hún stýrði hóp stjórnanda sem voru samtals með um 150 starfsmenn undir sér og hundruði verkstaða. Ljóst að það krafðist það mikillar skipulagningar, stýringar og utanumhalds sem Guðbjörg leiddi fagmannlega með sínum undirmönnum. Hún átti stóran þátt í að vel tókst að halda utan um öra stækkun þjónustu fyrirtækisins á síðustu árum en frá því hún höf störf þrefaldaðist veltan. Samstarf okkar hjá fyrirtækinu fór frá því að ég starfaði sem undirmaður hjá henni yfir í að ég óx upp í að starfa samhliða henni í framkvæmdastjórn fyrirtækisins. Alltaf skein það í gegn að hún hafi mikla þekkingu á þeim hlutum og stefnum sem voru í gangi hverju sinni og var fljót að kynna sér þá hluti ef eitthvað þurfti við að bæta. Hún stýrði m.a. innleiðingu á stórri umhverfs- og gæðavottun Svansins auk jafnlaunavottunar hjá fyrirtækinu. Hún stýrði fjölmörgum vinnuhópum innan fyrirtækisins og leiddi þá undantekningarlaust. Hún var einnig dugleg að hvetja samstarfsfólk sitt til að viðhalda og bæta við sig þekkingu með að benda því á áhugaverða fyrirlestra og námskeið sem í boði voru. Styrkleikar hennar eru fyrst og fremst í stjórnun og mannauði en hún hefur fjölbreytta reynslu þvert yfir öll svið sem gerir hana gríðarlega verðmæta og hæfa til að takast á við fölbreytt verkefni. Kraftmikil, samviskusöm, nákvæm og fær eru orð sem ég tel lýsa Guðbjörgu hvað best.
Við Guðbjörg Erlendsdóttir störfuðum saman hjá Hreint á árunum 2018-2020. Ég var í stöðu ráðningarstjóra og Guðbjörg var minn yfirmaður sem starfsmanna-, gæða- og þjónustustjóri. Guðbjörg er leiðtogi sem gott er að leita til. Hún leiðbeindi mér, miðlaði þekkingu og sýndi mér á sama tíma fullt traust til að taka hlutina áfram. Dyrnar hennar voru ávallt opnar og samskiptin okkar á milli góð. Ég lærði heilmikið af henni sem ég bý enn að og er virkilega þakklát fyrir. Fagmennska og skýrir verkferlar eru í fyrirrúmi hjá Guðbjörgu. Ég vissi hvað fólst í starfinu og fékk réttu verkfærin til að sinna því. Guðbjörg hélt góðu skipulagi á gagnavinnslu og skjalagerð. Þar má m.a. nefna ráðningarsamninga þar sem þekking Guðbjargar í kjaramálum kom vel í ljós. Starfsmannasamtölin voru eins og best verður á kosið, góður undirbúningur, heiðarleg samskipti og uppbyggileg gagnrýni sett fram á mannlegan máta. Guðbjörg hélt vel utan um fræðslumálin og hvatti starfsmenn einnig til að miðla þekkingu sín á milli. Ég mæli eindregið með samstarfi við Guðbjörgu.
Ég starfaði með Guðbjörgu í rúm 3 ár hjá Hreint ehf. þar sem hún var yfir þjónustu-, gæða- og mannauðssviði fyrirtækisins og ég sölustjóri. Okkar leiðir lágu oft saman þar sem deildir okkar þurftu að spila vel saman til að tryggja gott jafnvægi á milli lofaðar þjónustu og framkvæmdar þjónustu. Mín kynni af Guðbjörgu einkenndust af góðum samskiptum og fagmennsku í starfi. Það var alltaf hægt að leita til hennar varðandi starfsmannatengd mál, kjaramál eða annað sem snéri að hennar sviðum enda bjó hún yfir víðtækri þekkingu og vel að sér í faginu. Guðbjörg er skipulögð og nákvæm og þegar mikið lá undir vann Guðbjörg oft langt fram eftir til að tryggja gæði þjónustunnar og fylgja málum eftir. Má því segja að ósérhlífni og eljusemi lýsi henni vel að mínu mati. Guðbjargar verður sárt saknað.
Eftir dáleiðslutímana hjá Guðbjörgu upplifi ég mikla innri ró og jafnvægi. Ég er pollróleg fyrir stóra fundi sem áður ollu mér kvíða jafnvel marga daga á undan. Ég finn fyrir meira sjálfstrausti og finnst ég eiga allt það góða sem ég hef unnið mér inn fyrir fyllilega verðskuldað. Á meðan ég glímdi við imposter syndrome fyrir dáleiðsluna.
Þegar ég hugsa tilbaka þá er þetta svona fyrir og eftir tímapunktur í lífi mínu þar sem ég losaði mig við komplexa og sektarkennd sem ég hafði burðast með alltof lengi. Ég mæli 100% með að fjárfesta í andlegri heilsu og skella sér í dáleiðslutíma hjá Guðbjörgu.
Guðbjörg hóf nám í NLP Practitioner markþjálfun hjá Bruen í febrúar 2016 og útskrifaðist með diplómu sem NLP markþjálfi 7. nóvember 2017. Vegna mikils áhuga á Neuro Linguistic Programming náminu og að eigin ósk var Guðbjörg einnig mér undirritaðri til aðstoðar við kennslu NLP markþjálfunar frá 2016 til 2019 auk þess að sjá um leiðréttingar og yfirlestur námsefnis. Hlutverk hennar með nemendum var að leiðbeina og vera til staðar í verklegum æfingum, verk sem henni fórst einstaklega vel úr hendi. Guðbjörg fékk framúrskarandi góða umsögn nemenda sem hún hafði umsjón með. Sérstaklega var tekið fram að hún hafi sýnt fagmannlega framkomu, sýnt hverjum og einum mikla virðingu, haft ljúfa og jákvæða nærveru. Ég tek heilshugar undir orð nemenda. Út frá samstarfi mínu við Guðbjörgu vil ég bæta við að það er einstaklega gott að vinna með henni, hún er hreinskilin og málefnaleg, kemur skilaboðum vel frá sér um leið og hún er tilbúin að ræða hvert mál frá fleiri sjónarhornum. Hún hefur að mínu mati einstaklega góða innsýn í mannleg samskipti og hefur gott vald á að lesa aðstæður á hlutlægan hátt. Athygli mína vakti hve mikinn áhuga Guðbjörg hefur á persónulegu þroskaferli, eigin og annarra. Henni liggur létt að finna leiðir og lausnir til úrbóta sem byggja á óskum þess sem hún vinnur með. Ég gef því Guðbjörgu hiklaust mín bestu meðmæli.
Ég leitaði til Guðbjargar eftir ábendingu frá vinkonu sem var mjög ánægð með hennar meðferð. Guðbjörg vekur hjá manni traust og öryggi strax við fyrstu kynni. Hún er hlý og manneskjuleg. Ég fór í 3 tíma sem hafa reynst mér mjög vel. Hef fulla trú á að vinna með þann lærdóm í framtíðinni. Ég mæli hiklaust með henni! Með þakklæti.
Leiðir okkar Guðbjargar Erlendsdóttur lágu fyrst saman þegar hún, sem starfsmannastjóri Hreint ehf sá um ráðningu mína í sölustjórastarf fyrirtækisins. Fyrstu kynni gefa oft góð fyrirheit um hvers má vænta af væntanlegu samstarfi. Hennar nálgun á ráðningu mína, verður mér ætíð minnisstæð, því fagmennskan og ferlið sem hún hafði byggt upp var með því besta sem ég hef kynnst á mínum ferli. Starfssvið Guðbjargar hjá Hreint var mjög umfangsmikið, hún var í raun með þrjá hatta, starfsmanna- gæða- og þjónustustjóri. Slíkt umfang ábyrgðar krefst góðs skipulags og hæfni til einstaks samskiptahæfileika. Það sem einnig er til fyrirmyndar er að öll þessi starfssvið mótaði Guðbjörg að mestu frá grunni innan fyrirtækisins og skal þó sérstaklega nefna í því samhengi starfsmanna- og gæðamálin. Vöxtur Hreint á þessum árum var mjög mikill og því mjög mikilvægt að stjórnun starfsmannamála og þjónustu væri til fyrirmyndar. Við Guðbjörg unnum saman í átta ár hjá Hreint. Oft getur sala á þjónustu leitt til flækjustigs í útfærslum þjónustu, sem svo geta haft áhrif á gæði verkefna, öll slík mál sem upp komu, voru leyst faglega með opnum og jákvæðum samskiptum. Guðbjörg er sanngjörn, áreiðanleg, skipulögð og síðast en ekki síst mjög samviskusöm. Þegar kemur að mannauðs-, gæðamálum og/eða ferlum tengum þjónustu þá er Guðbjörg verðugur ráðgjafi að leita til.