Ég kom til Guðbjargar vegna innri óróa og flókinna ytri aðstæðna. Það er skemmst frá því að segja að á stuttum tíma náði ég ró í líkama og sál, vandamálin urðu yfirstíganlegri og sum hurfu alveg. Ég gat allt í einu staðið með sjálfri mér, sagt frá rólega og ákveðið, ekki í æsingi og sorg eins og oft áður. Einnig hef ég losnað við hræðslu við ýmislegt en ég var hrædd við svo margt og meðal annars hunda. Ég hef ekki getað sannreynt allt sem ég var hrædd við, en ég er núna óhrædd við hunda. Yfir mér er mikill léttir og ró og ég geri ekki eins mikið úr málunum eins og ég gerði áður fyrr, sé hlutina meira í fjarlægð. Það er góð tilfinning, ákveðinn léttir. Ég er þakklát fyrir að hafa farið til Guðbjargar og verð henni ævinlega þakklát fyrir það hvernig hún leiddi mig í gegnum þröskuldana sem ég hafði plantað hingað og þangað. Hún er góður dáleiðari, einstaklega þolinmóð, hefur hlýja og orkumikla orku samhliða að hún hvílir vel í sjálfri sér.