Klínísk dáleiðsla

Klínísk Dáleiðsla er verkfæri sem nýtist vel til að finna hvað heldur aftur af fólki, hindrar framgang þess og losa um þessar hömlur. Ég nota Hugræna endurforritun í vinnu með einstaklingum en hún er öflug dáleiðslumeðferð sem Ingibergur Þorkelsson, skólastjóri DÍ hefur þróað með hliðsjón af nýjustu rannsóknum í taugafræði. Í meðferðinni er unnið með ,,innri styrk” dáleiðsluþega en með honum er hægt að finna upptök vandamála og losa dáleiðsluþega undan þeim. Hugræn endurforritun er mögnuð leið til að bæta líðan og heilsu og sumum finnst þeir upplifa kraftaverk í þessari meðferð

alt=""

Meðferðin hefur reynst mjög áhrifarík í vinnu með:

    • Afleiðingar áfalla
    • Kvíða
    • Þunglyndi
    • Streitu
    • Svefnvanda
    • Þyngdarstjórnun
    • Vefjagigt
    • Mígreni
    • Ofnæmi
    • Tengslarof
    • Fælni
    • Losna við fíkn
    • Efla innri styrk og innsæi 
    • Bæta frammistöðu og árangur
    • Önnur vandamál af sálrænum og sálvefrænum toga
Klínísk dáleiðsla og/eða H-EMDR – styttri útgáfa

Hér bókar þú tíma í klíníska dáleiðslu  eða H-EMDR

Á netinu og í eigin persónu

Dáleiðslumeðferð er jafn árangursrík þegar hún er framkvæmd á netinu eins og í eigin persónu.

Tímarnir sem eru í boði eru:

  • Á netinu (í gegnum Zoom eða Teams)
  • Ármúla 23, 108 Rvk

Ef þú vilt bóka tíma skaltu fylla út eyðublaðið sem þú finnur hér að neðan.

Dáleiðslu og H-EMDR tímar

Hvert skipti er að meðaltali 2 klst og kostar klukkutíminn 20.000,- (skiptið 40.000,- með VSK) ef haldið á netinu en 25.000,- (skiptið 50.000,- með VSK) ef tíminn fer fram í Ármúla 23.

Allt um þig

Bókunarbeiðni

Alla jafna er um 3ja skipta leið að ræða og þá er vika á milli skipta með endurskoðun í lok hvers tíma með hvort þörf er á frekari skiptum. Ef málið leysist í fyrsta tíma er hægt að hætta við síðari skipti.

Fundir geta farið fram á netinu (með Zoom/Teams) eða í Ármúla 23. Boðið er upp á viðtalstíma milli 9:00 og 15:00, mánudaga til föstudaga.

Skráðu þig á póstlistann fyrir áhugaverðar fréttir og tilboð